Lára Garðarsdóttir hefur áratuga reynslu á sviði skapandi greina, sem hreyfihönnuður, prenthönnuður, rit- og myndhöfundur. Hún hefur starfað víða innan útgáfu, auglýsinga og fjölmiðla, meðal annars sem ritstjóri, animator, teiknari, umbrotsmanneskja og blaðamaður.

Verk Láru bera vitni um fjölbreyttan stíl og skapandi nálgun. Hún vinnur jafnt með stafræna miðla sem og hefðbundna listmálun og nýtir breiðan stíl sinn til að laga sig að ólíkum verkefnum. Lára hefur unnið fyrir bæði stór og lítil fyrirtæki, þar sem áhersla er á faglega útfærslu, sköpunargleði og sjónræna heild.

Auk hönnunarstarfa hefur hún haslað sér völl sem rithöfundur og myndhöfundur barnabóka. Hún hefur sjálf skrifað og gefið út bækur, auk þess að vera myndhöfundur fjölda annarra bóka og verka. Verkin endurspegla ástríðu fyrir frásögn, sjónræna sköpun og vandaða útfærslu.

Kynningartexti
Scroll to Top